Wednesday, July 7, 2010

prófum þetta

Ég er 17 ára FG-ingur á leiðinni sem skiptinemi til Þýskalands í september. Flestir sem þekkja mig vita það að ég hef svona nokkurn veginn verið ákveðin í því að fara í skiptinám síðan í 3. bekk, þegar elsta systir mín fór út. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið í planinu hjá mér að fara út, það varð hins vegar raunverulegt þegar ég byrjaði að sækja um síðasta september.

Ég var reyndar alltaf ákveðin í því að fara til Ítalíu, en svo fékk ég þá flugu í höfuðið að fara til Þýskalands í staðinn og fannst það bara frekar spennandi, þannig ég sótti um það í staðinn. Svo fékk ég bréf heim til mín með þessum frábæru orðum 'Til hamingju, Þýskaland hefur samþykkt þig' og þá byrjaði spennan í alvöru. Þá var bara að bíða eftir host family, sem var smá vesen með - löng og leiðinleg saga - en ég er núna komin með fjölskyldu sem ég er búin að vera í sambandi við, 2 lítil systkini, hundur, kanínur og hálfbróðir, ég hlakka ekkert smá til!

Ég er alveg ready í þetta, búin með allar sprautur (áts!) og námskeið fyrir brottför og þá er það bara að bíða eftir því þegar ég og 4 aðrir fljúgum til DK og svo Frankfurt þann 10. september.

Ég ætla mér hinsvegar til Danmörku í mánuð eftir tvær vikur til að faðma uppáhalds frændann minn og njóta lífsins, blogga kannski eitthvað um það líka.

Ákvað bara að búa til blogg til að hjálpa hugsanlega verðandi skiptinemum ákveða sig hvort þeir vilji fara og/eða leyfa fólki að fylgjast með mér úti, veit reyndar ekki hvað ég verð dugleg að blogga :)

Until next time,