Friday, May 6, 2011

Endlich

Ætla ekki einu sinni að reyna að afsaka mig - ég nenni bara ekki að blogga. Alltof margir hlutir búnir að gerast, ekki séns að mér takist að skrifa um alla. Stikla bara á stóru :)

Ég segi fyrst frá FASCHING! Það var geeeeðveikt, án gríns bara 3 bestu dagar lífs míns! Fyrsta daginn, 5. mars, tókum við þátt í skrúðgöngu fyrir AFS og hentum nammi til fólks og réttum þeim auglýsingar fyrir AFS og svoleiðis. Það var ótrúlega gaman, löbbuðum í gegnum Mainz með fullt af öðrum hópum og fórum svo að borða saman eftir á. Svo skemmtum við okkur í Mainz það sem eftir var af deginum.

Við í hópnum (not my picture!)

Næsta dag fórum við til Kölnar sem er (eins og Mainz) brjáluð Fasching borg. Það var rosa gaman að sjá karneval í Köln og að sjá borgina, hafði aldrei komið áður og það var rosa gaman. Sá samt ekki mikið þann daginn vegna þess að allt var lokað vegna Karneval.

Sam, Özge, Monica, Elif, Natis og ég í Köln

Svo þriðja faschings daginn fór ég á Fastnacht í Mainz (heitir Fastnacht í Mainz, Karneval í Kön og Fasching er svona almennt orð yfir þetta haha) og það var geðveikt gaman! Horfði fyrst á skrúðgönguna (mun stærri og brjálaðri skrúðganga en ég tók þátt í, þetta var svona official þar sem allar sjónvarpsstöðvar og allt svoleiðis í Þýskalandi tekur þátt).



Það var hent ýmsum hlutum til áhorfendanna, þar á meðal nammi, leikföngum og svo líka bara confetti og svoleiðis. Það var ein frábær norn sem kom og tróð confetti í hárið á mér og ég náði því ekki öllu úr því fyrr en daginn eftir af því hún án gríns nuddaði þessu í hárið á mér og það var freeekar erfitt að ná þessu úr.


Eftir að hostfamily-an fór heim fór ég og hitti aðra skiptinema. Ég fór og hitti Sam á Hauptbahnhof og svo fórum við og fundum Isidoru. Eftir það fórum við og hittum Rakeli og Sorrel annars staðar í Mainz og vorum ekekrt smá stolt af okur að finna það hvar þær voru, tók alveg hálftíma og við ekki beint vön að labba um í Mainz og sérstaklega ekki þegar það er ekki margra kílómetra skrúðganga í gangi á öllum helstu götugöngum!

Ég og Rakel

Ég og Isidora

Svo fór ég með fjölskyldunni minni til Halle an der Saale sem er rosalega falleg borg í Austur-Þýskalandi. Tók ekkert brjálæðislega mikið af myndum en án gríns, þetta er stórborg en samt einhvern veginn svo sæt að hún virkaði eins og bær.

Halle an der Saale

19. mars fór ég með skiptinemunum, fjölskyldumeðlimum Sams frá Bandaríkjunum sem komu að heimsækja hann og Alison til Kölnar aftur. Í þetta skiptið gátum við líka séð eitthvað, skoðuðum bæinn og fórum inn í brjáluuuuðu dómkirkjuna þar.




Svo fór ég á James Blunt tónleika með Alison á fermingarafmælinu mínu, 24. mars. Það var GEÐVEIKT, hann var algjörlega frábær og við skemmtum okkur ekkert smá vel!



Eftir það naut ég blíðunnar í Þýskalandi, það er yndislegt veðrið hérna! Svo þann 31. mars lagði ég leið mína til Berlínar fyrir midstay og var þar í 17 daga! Byrjaði á camp með AFS og skemmti mér konunglega þar, það var ótrúlega gaman að kynnast svona mörgum nýjum skiptinemum og svo var þemað mjög áhugavert líka.

Nývöknuð í campinu, Sesilja frá Finnlandi og Danuta frá Póllandi eru á myndinni með mér :)


Midstay hópurinn minn: Andrew (USA), Vitor (Brasilía), ég, Stephanie (Mexíkó), Danuta (Pólland), Elide (Ítalía), Benedetta (Ítalía), Alex (Rússland), Marie (Tékkland), Joschua (Kína), Matías (Chile), José (Mexíkó), Samita (Tæland), Party (Tæland), Aron (Ungverjaland), Elizabeth (Costa Rica), Sesilja (Finnland), Margarita (Kólumbía) og Madeleine (Venezúela).

Svo fór ég til midstay-fjölskyldunnar minnar. Ég var rosalega heppin með fjölskyldu, lenti hjá alveg yndislegu fólki, Marion, Aaron og Zoe sem búa 10 mínútur frá miðbæ Berlínar og eru alveg æðisleg. Aaron er 15 ára og er að fara til Bandaríkjanna núnanæsta haust og Zoe 11 ára og algjörlega mesta dúllan. Ég fór ekki í skóla heldur gerði ég Praktikum sem er svona eins og starfsreynsla sem allir þýskir unglingar gera. Ég vann í tvær vikur á leikskóla og fannst það bara mjög gaman, lenti á ekkert smá krúttlegri grúppu af krökkum og fannst bara gaman að lita allan daginn haha. Svo gerðum við skiptinemarnir eitthvað saman á hverjum degi, fórum og skoðuðum hluti eða bara sitja í almenningsgarði og grilla og borða ís. Þetta var ekkert smá gaman!

Sesilja (Finnland), ég, Danuta (Pólland), Bruna (Brasilía), Madeleine (Venezúela), Elide (Ítalía), Margarita (Kólumbía), Elizabeth (Costa Rica)

Ég og Danuta (Pólland)





Ekki lítið dugleg í leikskólanum!



Ég í Bundestag

Upp við Berlínarmúrinn


Sama kvöld og ég kom heim frá Berlín fór ég á Wombats tónleika með Alison. Það var ekkert lííítið gaman, án gríns bara eitt besta kvöld ever. Svo hittum við upphitunarhljómsveitina eftir á sem skemmdi ekki fyrir :)



Eftir það fór ég til Austur-Þýskalands með fjölskyldunni í viku. Fórum á stað sem heitir Schmochtitz þar sem töluð eru tvö tungumál, ég veit reyndar ekki hvað hitt er, það heitir Sorbisch á þýsku þannig ég ætla að giska sorbíska? Allavega, allt var skrifað á tveimur tungumálum :)


Schmochtitz er rétt hjá Bautzen sem er án gríns ein fallegasta borg sem ég hef nokkurn tíma séð! Allt eldgamalt þarna, við fórum upp í vatnsturninn og sáum útsýni yfir alla borgina, þetta var rosa gaman.


Við bjuggum á einhverju kaþólsku hóteli í Schmochtitz sem fjölskyldan mín fer á á hverju ári. Þetta var á ekkert smá fallegum stað og það var fullt af messum og svoleiðis haha, páskarnir eru aðeins meira mál hérna hjá þessari fjölskyldu minni heldur en íslensku. Við leituðum líka að eggjakörfum úti en ekki inni, sem var líka eitthvað nýtt fyrir mér.



Svo fallegur staður!

Frankfurt skyline á 100 km hraða á leiðinni heim

Síðan naut ég bara síðustu vikunnar í fríinu mínu, gisti hjá Alison og hún hjá mér haha, svo fór ég síðustu helgi með Isidoru í dýragarðinn. Svo eyddum við alveg frábærum degi í Frankfurt og Sam kom og hitti okkur. Það var rosa gaman og ég get ekki talað nóg um veðrið, án gríns, ég elska þetta svo mikið haha! Líður eins og ég ætti að vera í sumarfríi, mesta bullið að fara í skólann í 6 vikur í viðbót.

Ég nenni ekki að skrifa meira. Bis demnächst :)


Frankfurter Dom þarna í bakgrunni

Sunday, February 20, 2011

blogg

Jæja. Ekki búin að blogga neitt í meira en mánuð - úbbs. Rosa létt að gleyma svoleiðis þegar maður er að skemmta sér haha :D
Mikið búið að gerast síðan 9. janúar, nenni alls ekki að skrifa það allt. Ég var í þýskuskóla frá 10. jan til 4. feb í Frankfurt og það var æði, fannst ekkert gaman að fá loksins að nota heilann í að læra eitthvað, svo var líka ekki slæmt að fá að fara fyrr úr skólanum á hverjum degi til að fara til Frankfurt :)
14. – 16. janúar var AFS helgi í Neustadt am Weinstraße, ótrúlega falleg borg og rosalega skemmtileg helgi. Við vorum tvær AFS nefndir saman og brjálað plan alla helgina. Ég var aftur þessi nýja haha, þau voru öll saman í fyrsta campinu líka en ég kynntist öllum mjög vel skemmti mér rosa vel.


Allur hópurinn – 1 sem hvarf akkúrat þegar við tókum myndina

Annars var janúar eiginlega bara ein alls herjar Frankfurt ferð þar sem ég fór alltaf til Frankfurt um helgarnar, oftast að hitta stelpu frá Kanada, Alison, sem ég kynntist í þýskuskólanum . Hitti hana meira en hostfjölskylduna mina þennan mánuð, var var farin út úr húsinu á morgnanna fyrir 7 um morguninn í venjulega skólann og kom oftast fyrst heim um 19 eða 20 leytið úr þýskuskólanum. Þá þurfti ég að gera heimavinnuna mína og svo bara svefn haha, ekkert grín að fara í gegnum þetta og að vera að deyja úr þreytu, prófaði það nokkrum sinnum og það var ekki uppáhalds. Einhvern tíma þarna í janúar fór ég líka í svaka verslunarleiðangur og meira skemmtilegt.

Í byrjun febrúar fór ég til Landau í afmæli hjá Carlottu (Ítalía) sem ég kynntist á AFS helginni. Þar hitti ég stelpu sem var á skiptinemi á Íslandi á síðasta ári og hún talaði frááábæra íslensku, líka ekkert smá gaman að tala um hluti sem við söknuðum við Ísland haha.

Á föstudaginn fór ég til Frankfurt til að sækja um eitthvað söngdót og fór síðan heim til Alison með Sönu (stelpa frá Úkraínu sem er í háskólanum með Alison) og við pöntuðum pizzu og horfðum á Inglorious Basterds (í skipti númer svona 300 í mínu tilviki haha) og það var mjög skemmtilegt að skilja alla þýskuna!

Svo á laugardaginn fór ég til Wiesbaden til þess að búa til paper mache Römerhelme fyrir 5. mars þar sem við erum að fara að taka þátt í Karnival í Mainz, ég mun vera með íslenska fánann sem skikkju og algjörlega frábæran skjöld og hatt sem ég bjó til.


Já, ótrúlegt en satt tókst mér að gera hjálminn skakkan, eða þarna “burstann” ofan á haha, gut gemacht Þóra.


Frábæri skjöldurinn minn

Þetta verður skrautlegt 5. mars, hlakka til að sjá hvernig þetta verður. Bis später!

Sunday, January 9, 2011

Hali-Hallo-Hallöchen

Jól!

Jólin voru rosa skrýtin hérna, fattaði í rauninni hvað við erum með margar frábærar hefðir á elsku Íslandinu mínu. Fékk smá heimþrá við það að tala við mömmu á aðfangadagskvöld en þetta var rosa næs kvöld (við borðuðum fisk!) og svo fórum við í kirkju EFTIR að hafa opnað pakkana. 25. og 26. des komu Luise og co í hádegismat og voru hérna fram á kvöld, það var rosa gaman.

28. des komu Hulda og Rakel í heimsókn til mín, vorum fyrst eitthvað heima hjá mér en tókum síðan lestina til Wiesbaden og leituðum í án gríns svona klst að veitingastað haha, enduðum svo á rosa fínum ítölskum stað rétt hjá einni stærstu verslunargötunni. Það var rosa gaman, fengum fyrst borð úti af því það ar svo fullt en enduðum á því að sitja þar allan tímann af því það var svo kósý, hitalampar og svoleiðis haha.

Rakel, ég og Hulda úti að borða

Áramótin voru, eins og jólin, skemmtileg en samt skrýtin. Ég var heima með Luise + family, Ute, Paul og Önnu, vinum þeirra. Við gerðum Bleigießen, þá bræðir maður blý yfir eldi og hellir svo ofan í skál með vatni. Það segir manni eitthvað um það hvernig árið verður. Ég fékk drekaunga :D

Ég og Ute að gera "hjarta" á áramótunum

En já svona einhvers staðar þarna, 4. jan minnir mig fór ég til Frankfurt til að taka próf í þýskuskólanum sem ég er að fara að byrja í á morgun. Svo þurfti ég að bíða eftir lestinni og ákvað að fara í smá labbitúr, skoða aðeins. Bad idea. Ég lenti í því óheppilega atviki að vera rænd. Bless 160 evrur! Ótrúlega scary og langar ekki að lenda í svona aftur = ég ætla ekki aftur að fara ein í göngutúra um Frankfurt.

5. jan fór ég með Nataliu (Kólumbíu) og Monicu (Indónesíu) til Triers og Lúxemborgar. Við fórum keyrandi með konu sem vinnur voða mikið fyrir AFS og eiginmanninum hennar, það var rosa gaman. Trier er rosa falleg og sögufræg borg, það eru byggingar þaðan síðan á rómverska tímabilinu, eins og sést hérna á myndinni fyrir ofan. Eftir þetta gisti ég hjá Monicu.


Ég, Natalia og Monica í Trier

Natalia, Monica og ég í Lúxemborg

6. jan fórum við 5 skiptinemar saman til Heidelberg sem er rosa falleg borg, tók 2 tíma með lest og skemmtum okkur konunglega haha! Í Heidelberg er risa kastali með geðveiku útsýni yfir borgina. Þetta var rosa skemmtilegur dagur (þótt það hafi rignt frekar mikið í endann) en samt alveg æði.


Sam (USA), ég, Natalia, Juanma (Paragvæ) og Monica í Heidelberg

Bis später!

Monday, December 13, 2010

jólajóla

Fallegt.

Ákvað að vera dugleg og setja myndir í bloggið, þó ég sé búin að setja þær á netið. Það er kominn rosa fallegur snjór hérna í Þýskalandinu. Það er víst alveg brjálæðislega óvenjulegt, hefur ekki gerst í mörg mörg mörg ár að það komi svona mikill snjór á þessum tíma, venjulega er bara enginn snjór í desember haha.

JÓLAMARKAÐIR! Án gríns, frábærir! Ef þið hafið ekki farið á jólamarkað í Þýskalandi þá vinsamlegast komið því í verk, þetta er svo geðveikt! Er búin að fara á 4-5 núna og það er svo mikil stemning og svo mikið hægt að skoða að það er frábært! Hægt að kaupa Glühwein, súkkulaðihúðaða ávexti, alla hluti í heiminum með nutella, brjóstsykur, popp, crêpes og svo endalaust af jóladóti og skrauti, ekkert smá skemmtilegt!

Núna er ég búin að vera hérna hjá Müller fjölskyldunni núna í 5 vikur og líkar bara alveg rosalega vel. Þau eru æði, koma rosa vel fram við mig og ég fíla mig algjörlega sem hluta af fjölskyldunni.

Ég er líka komin í nýja Komitee (committe) í AFS eins og ég hef sagt frá áður og hún er ÆÐI! Svo frábært fólk og ótrúlega gaman að hitta þau! Í síðustu viku fórum við að baka saman heima hjá Luise (hostsystur minni).

Ég, Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ), Özge (Tyrkland) og Main (Tæland)

Afraksturinn! (Brot af honum)

Svo fórum við líka saman á frábæran jólamarkað í Oppenheim sem var svona miðalda-ævintýra markaður. Allir sem voru að "vinna" á markaðnum voru í frábærum búningum, llir klæddir sem einhver persóna úr Grimmsævintýrum eða víkingur eða eitthvað annað miðalda haha, rosa gaman að sjá þetta. Fórum líka í einhver göng sem voru búin til úr öllum kjöllurunum í Oppenheim, þeir voru tengdir saman af einhverri ástæðu og að er ennþá hægt að skoða hluta af því. Þetta var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert en samt alveg nógu áhugavert haha :D

Ég, Isidora (Chile), Özge (Tyrkland), Jólasveinn, Nathalia (Kólumbía), Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ)

Ég og Özge

Ég og jólasveinaorkarnir fögru

Svo var líka AFS Weihnachtsfeier, eða jólaskemmtun núna 15. des. Það var rosa gaman og ég hélt ræðu um jólin á Íslandi. Sagði þeim frá því að við erum sko með ÞRETTÁN jólasveina og fáum gjafir frá þeim öllum, fólkinu þarna fannst það merkilegt.

Jæja, svo eru jólin bara að fara að koma, hef aldrei verið í jafn litlu jólaskapi og bara 5 dagar í jól! Það hættir ekki að snjóa, búið að snjóa nonstop í dag. Frekar bilað. Fer til Mainz á morgun, er nefnilega í jólafríi!! Víííj gaman.

Brjálimikill snjór