Friday, May 6, 2011

Endlich

Ætla ekki einu sinni að reyna að afsaka mig - ég nenni bara ekki að blogga. Alltof margir hlutir búnir að gerast, ekki séns að mér takist að skrifa um alla. Stikla bara á stóru :)

Ég segi fyrst frá FASCHING! Það var geeeeðveikt, án gríns bara 3 bestu dagar lífs míns! Fyrsta daginn, 5. mars, tókum við þátt í skrúðgöngu fyrir AFS og hentum nammi til fólks og réttum þeim auglýsingar fyrir AFS og svoleiðis. Það var ótrúlega gaman, löbbuðum í gegnum Mainz með fullt af öðrum hópum og fórum svo að borða saman eftir á. Svo skemmtum við okkur í Mainz það sem eftir var af deginum.

Við í hópnum (not my picture!)

Næsta dag fórum við til Kölnar sem er (eins og Mainz) brjáluð Fasching borg. Það var rosa gaman að sjá karneval í Köln og að sjá borgina, hafði aldrei komið áður og það var rosa gaman. Sá samt ekki mikið þann daginn vegna þess að allt var lokað vegna Karneval.

Sam, Özge, Monica, Elif, Natis og ég í Köln

Svo þriðja faschings daginn fór ég á Fastnacht í Mainz (heitir Fastnacht í Mainz, Karneval í Kön og Fasching er svona almennt orð yfir þetta haha) og það var geðveikt gaman! Horfði fyrst á skrúðgönguna (mun stærri og brjálaðri skrúðganga en ég tók þátt í, þetta var svona official þar sem allar sjónvarpsstöðvar og allt svoleiðis í Þýskalandi tekur þátt).



Það var hent ýmsum hlutum til áhorfendanna, þar á meðal nammi, leikföngum og svo líka bara confetti og svoleiðis. Það var ein frábær norn sem kom og tróð confetti í hárið á mér og ég náði því ekki öllu úr því fyrr en daginn eftir af því hún án gríns nuddaði þessu í hárið á mér og það var freeekar erfitt að ná þessu úr.


Eftir að hostfamily-an fór heim fór ég og hitti aðra skiptinema. Ég fór og hitti Sam á Hauptbahnhof og svo fórum við og fundum Isidoru. Eftir það fórum við og hittum Rakeli og Sorrel annars staðar í Mainz og vorum ekekrt smá stolt af okur að finna það hvar þær voru, tók alveg hálftíma og við ekki beint vön að labba um í Mainz og sérstaklega ekki þegar það er ekki margra kílómetra skrúðganga í gangi á öllum helstu götugöngum!

Ég og Rakel

Ég og Isidora

Svo fór ég með fjölskyldunni minni til Halle an der Saale sem er rosalega falleg borg í Austur-Þýskalandi. Tók ekkert brjálæðislega mikið af myndum en án gríns, þetta er stórborg en samt einhvern veginn svo sæt að hún virkaði eins og bær.

Halle an der Saale

19. mars fór ég með skiptinemunum, fjölskyldumeðlimum Sams frá Bandaríkjunum sem komu að heimsækja hann og Alison til Kölnar aftur. Í þetta skiptið gátum við líka séð eitthvað, skoðuðum bæinn og fórum inn í brjáluuuuðu dómkirkjuna þar.




Svo fór ég á James Blunt tónleika með Alison á fermingarafmælinu mínu, 24. mars. Það var GEÐVEIKT, hann var algjörlega frábær og við skemmtum okkur ekkert smá vel!



Eftir það naut ég blíðunnar í Þýskalandi, það er yndislegt veðrið hérna! Svo þann 31. mars lagði ég leið mína til Berlínar fyrir midstay og var þar í 17 daga! Byrjaði á camp með AFS og skemmti mér konunglega þar, það var ótrúlega gaman að kynnast svona mörgum nýjum skiptinemum og svo var þemað mjög áhugavert líka.

Nývöknuð í campinu, Sesilja frá Finnlandi og Danuta frá Póllandi eru á myndinni með mér :)


Midstay hópurinn minn: Andrew (USA), Vitor (Brasilía), ég, Stephanie (Mexíkó), Danuta (Pólland), Elide (Ítalía), Benedetta (Ítalía), Alex (Rússland), Marie (Tékkland), Joschua (Kína), Matías (Chile), José (Mexíkó), Samita (Tæland), Party (Tæland), Aron (Ungverjaland), Elizabeth (Costa Rica), Sesilja (Finnland), Margarita (Kólumbía) og Madeleine (Venezúela).

Svo fór ég til midstay-fjölskyldunnar minnar. Ég var rosalega heppin með fjölskyldu, lenti hjá alveg yndislegu fólki, Marion, Aaron og Zoe sem búa 10 mínútur frá miðbæ Berlínar og eru alveg æðisleg. Aaron er 15 ára og er að fara til Bandaríkjanna núnanæsta haust og Zoe 11 ára og algjörlega mesta dúllan. Ég fór ekki í skóla heldur gerði ég Praktikum sem er svona eins og starfsreynsla sem allir þýskir unglingar gera. Ég vann í tvær vikur á leikskóla og fannst það bara mjög gaman, lenti á ekkert smá krúttlegri grúppu af krökkum og fannst bara gaman að lita allan daginn haha. Svo gerðum við skiptinemarnir eitthvað saman á hverjum degi, fórum og skoðuðum hluti eða bara sitja í almenningsgarði og grilla og borða ís. Þetta var ekkert smá gaman!

Sesilja (Finnland), ég, Danuta (Pólland), Bruna (Brasilía), Madeleine (Venezúela), Elide (Ítalía), Margarita (Kólumbía), Elizabeth (Costa Rica)

Ég og Danuta (Pólland)





Ekki lítið dugleg í leikskólanum!



Ég í Bundestag

Upp við Berlínarmúrinn


Sama kvöld og ég kom heim frá Berlín fór ég á Wombats tónleika með Alison. Það var ekkert lííítið gaman, án gríns bara eitt besta kvöld ever. Svo hittum við upphitunarhljómsveitina eftir á sem skemmdi ekki fyrir :)



Eftir það fór ég til Austur-Þýskalands með fjölskyldunni í viku. Fórum á stað sem heitir Schmochtitz þar sem töluð eru tvö tungumál, ég veit reyndar ekki hvað hitt er, það heitir Sorbisch á þýsku þannig ég ætla að giska sorbíska? Allavega, allt var skrifað á tveimur tungumálum :)


Schmochtitz er rétt hjá Bautzen sem er án gríns ein fallegasta borg sem ég hef nokkurn tíma séð! Allt eldgamalt þarna, við fórum upp í vatnsturninn og sáum útsýni yfir alla borgina, þetta var rosa gaman.


Við bjuggum á einhverju kaþólsku hóteli í Schmochtitz sem fjölskyldan mín fer á á hverju ári. Þetta var á ekkert smá fallegum stað og það var fullt af messum og svoleiðis haha, páskarnir eru aðeins meira mál hérna hjá þessari fjölskyldu minni heldur en íslensku. Við leituðum líka að eggjakörfum úti en ekki inni, sem var líka eitthvað nýtt fyrir mér.



Svo fallegur staður!

Frankfurt skyline á 100 km hraða á leiðinni heim

Síðan naut ég bara síðustu vikunnar í fríinu mínu, gisti hjá Alison og hún hjá mér haha, svo fór ég síðustu helgi með Isidoru í dýragarðinn. Svo eyddum við alveg frábærum degi í Frankfurt og Sam kom og hitti okkur. Það var rosa gaman og ég get ekki talað nóg um veðrið, án gríns, ég elska þetta svo mikið haha! Líður eins og ég ætti að vera í sumarfríi, mesta bullið að fara í skólann í 6 vikur í viðbót.

Ég nenni ekki að skrifa meira. Bis demnächst :)


Frankfurter Dom þarna í bakgrunni

No comments:

Post a Comment