Monday, December 13, 2010

jólajóla

Fallegt.

Ákvað að vera dugleg og setja myndir í bloggið, þó ég sé búin að setja þær á netið. Það er kominn rosa fallegur snjór hérna í Þýskalandinu. Það er víst alveg brjálæðislega óvenjulegt, hefur ekki gerst í mörg mörg mörg ár að það komi svona mikill snjór á þessum tíma, venjulega er bara enginn snjór í desember haha.

JÓLAMARKAÐIR! Án gríns, frábærir! Ef þið hafið ekki farið á jólamarkað í Þýskalandi þá vinsamlegast komið því í verk, þetta er svo geðveikt! Er búin að fara á 4-5 núna og það er svo mikil stemning og svo mikið hægt að skoða að það er frábært! Hægt að kaupa Glühwein, súkkulaðihúðaða ávexti, alla hluti í heiminum með nutella, brjóstsykur, popp, crêpes og svo endalaust af jóladóti og skrauti, ekkert smá skemmtilegt!

Núna er ég búin að vera hérna hjá Müller fjölskyldunni núna í 5 vikur og líkar bara alveg rosalega vel. Þau eru æði, koma rosa vel fram við mig og ég fíla mig algjörlega sem hluta af fjölskyldunni.

Ég er líka komin í nýja Komitee (committe) í AFS eins og ég hef sagt frá áður og hún er ÆÐI! Svo frábært fólk og ótrúlega gaman að hitta þau! Í síðustu viku fórum við að baka saman heima hjá Luise (hostsystur minni).

Ég, Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ), Özge (Tyrkland) og Main (Tæland)

Afraksturinn! (Brot af honum)

Svo fórum við líka saman á frábæran jólamarkað í Oppenheim sem var svona miðalda-ævintýra markaður. Allir sem voru að "vinna" á markaðnum voru í frábærum búningum, llir klæddir sem einhver persóna úr Grimmsævintýrum eða víkingur eða eitthvað annað miðalda haha, rosa gaman að sjá þetta. Fórum líka í einhver göng sem voru búin til úr öllum kjöllurunum í Oppenheim, þeir voru tengdir saman af einhverri ástæðu og að er ennþá hægt að skoða hluta af því. Þetta var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert en samt alveg nógu áhugavert haha :D

Ég, Isidora (Chile), Özge (Tyrkland), Jólasveinn, Nathalia (Kólumbía), Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ)

Ég og Özge

Ég og jólasveinaorkarnir fögru

Svo var líka AFS Weihnachtsfeier, eða jólaskemmtun núna 15. des. Það var rosa gaman og ég hélt ræðu um jólin á Íslandi. Sagði þeim frá því að við erum sko með ÞRETTÁN jólasveina og fáum gjafir frá þeim öllum, fólkinu þarna fannst það merkilegt.

Jæja, svo eru jólin bara að fara að koma, hef aldrei verið í jafn litlu jólaskapi og bara 5 dagar í jól! Það hættir ekki að snjóa, búið að snjóa nonstop í dag. Frekar bilað. Fer til Mainz á morgun, er nefnilega í jólafríi!! Víííj gaman.

Brjálimikill snjór