Monday, December 13, 2010

jólajóla

Fallegt.

Ákvað að vera dugleg og setja myndir í bloggið, þó ég sé búin að setja þær á netið. Það er kominn rosa fallegur snjór hérna í Þýskalandinu. Það er víst alveg brjálæðislega óvenjulegt, hefur ekki gerst í mörg mörg mörg ár að það komi svona mikill snjór á þessum tíma, venjulega er bara enginn snjór í desember haha.

JÓLAMARKAÐIR! Án gríns, frábærir! Ef þið hafið ekki farið á jólamarkað í Þýskalandi þá vinsamlegast komið því í verk, þetta er svo geðveikt! Er búin að fara á 4-5 núna og það er svo mikil stemning og svo mikið hægt að skoða að það er frábært! Hægt að kaupa Glühwein, súkkulaðihúðaða ávexti, alla hluti í heiminum með nutella, brjóstsykur, popp, crêpes og svo endalaust af jóladóti og skrauti, ekkert smá skemmtilegt!

Núna er ég búin að vera hérna hjá Müller fjölskyldunni núna í 5 vikur og líkar bara alveg rosalega vel. Þau eru æði, koma rosa vel fram við mig og ég fíla mig algjörlega sem hluta af fjölskyldunni.

Ég er líka komin í nýja Komitee (committe) í AFS eins og ég hef sagt frá áður og hún er ÆÐI! Svo frábært fólk og ótrúlega gaman að hitta þau! Í síðustu viku fórum við að baka saman heima hjá Luise (hostsystur minni).

Ég, Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ), Özge (Tyrkland) og Main (Tæland)

Afraksturinn! (Brot af honum)

Svo fórum við líka saman á frábæran jólamarkað í Oppenheim sem var svona miðalda-ævintýra markaður. Allir sem voru að "vinna" á markaðnum voru í frábærum búningum, llir klæddir sem einhver persóna úr Grimmsævintýrum eða víkingur eða eitthvað annað miðalda haha, rosa gaman að sjá þetta. Fórum líka í einhver göng sem voru búin til úr öllum kjöllurunum í Oppenheim, þeir voru tengdir saman af einhverri ástæðu og að er ennþá hægt að skoða hluta af því. Þetta var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert en samt alveg nógu áhugavert haha :D

Ég, Isidora (Chile), Özge (Tyrkland), Jólasveinn, Nathalia (Kólumbía), Monica (Indónesía), Juanma (Paragvæ)

Ég og Özge

Ég og jólasveinaorkarnir fögru

Svo var líka AFS Weihnachtsfeier, eða jólaskemmtun núna 15. des. Það var rosa gaman og ég hélt ræðu um jólin á Íslandi. Sagði þeim frá því að við erum sko með ÞRETTÁN jólasveina og fáum gjafir frá þeim öllum, fólkinu þarna fannst það merkilegt.

Jæja, svo eru jólin bara að fara að koma, hef aldrei verið í jafn litlu jólaskapi og bara 5 dagar í jól! Það hættir ekki að snjóa, búið að snjóa nonstop í dag. Frekar bilað. Fer til Mainz á morgun, er nefnilega í jólafríi!! Víííj gaman.

Brjálimikill snjór

Wednesday, November 24, 2010

nenniggiaðfinnafyrirsögn

Hlutir sem mér líkar ekki vel við við Þýskaland:
  • Það er ekki sagt takk fyrir mig eftir matinn.
  • Það eru alltaf allar hurðir lokaðar hérna, alltaf verið að spara hita en mér finnst þetta svo uninviting eitthvað.
  • Enskukennslan hérna: það vangefnasta sem ég hef gert.
  • Það er kalt!
Örugglega eitthvað meira en ég nenni ekki að hugsa. Er samt alveg rosa hamingjusöm hérna núna, skólinn gengur betur og mér líkar bara alltaf betur og betur við fjölskylduna mína :):):)
Er líka búin að kynnast fólki alveg almennilega í skólanum haha.
Var að komast að því að áramótin eru greinilega bara ekki neitt merkilegt hérna! Án gríns, ekkert sem fjölskyldan gerir saman eða neitt :(
Hostforeldrar mínir eru að fara til Kanaríeyja held ég þannig ég þarf bara að finna mér eitthvað að gera haha, sé til, kannski fer ég að heimsækja fjölskyldu skiptinemans heima hjá mér, eða fer aftur til Thüringen, nú eða verð bara með Luise (hostsystur minni) og fjölskyldunni hennar. Sé tiiiil. Finnst þetta alveg stórfurðulegt samt sko.

Í kvöld er ég að fara á eitthvað AFS Stammtisch, sem er bara svona hittingur, þannig ég er að fara að hitta fólkið í nýju Komitee-inni minni, held að það verði bara fínt :)

En jamm hef ekkert merkilegt að segja svosem, vildi bara koma með smá update. Tschüss!

Tuesday, November 16, 2010

Dagur íslenskrar tungu!

Ókei ég hljómaði alveg vel bitur í síðasta bloggi og var það kannski akkúrat þá en alveg seinna sama dag áttaði ég mig bara á því hvað ég lenti hjá yndislegri fjölskyldu hérna haha, ég er ekkert smá heppin. Á sunnudaginn fórum við til Frankfurt og fórum á flesta túristastaðina og ég varð ááástfangin, ætla að fara þangað eins oft og ég get! Alveg sama hvað þér finnst þetta hræðileg borg pabbi, ég alveg elska hana :D
Allavega, er byrjuð í nýja skólanum mínum, frábær fyrsti dagur, mætti í tvo tíma og mátti svo fara :D
Svo á morgun er ég að fara í einhverja skólaferð með skólakórnum, finnst alveg frekar fyndið að byrja í skólanum og fara svo strax í burtu.
Mér líkar rosa vel við nýja bæinn sem ég bý (eða þessi 4 þorp sem saman mynda einn bæ), sakna samt litla krúttlega skólans mín í Thüringen, þar voru bara 10., 11. og 12. bekkur saman í sérhúsi og kannski svona 3 bekkir í hverjum árgangi þannig það voru bara svona ca. 300 manneskjur í húsinu. Í nýja skólanum mínum eru næstum 1500! Og allir í sama húsi.
Fyndið samt hvað ég fæ alltaf smá "sjokk" þegar þessi fjölskylda gerir eitthvað "fjölskyldulegt" með mér, faðma mig eða bara svona almennt að svara spurningum. Lætur mig bara átta mig almennilega á því hvað ég er heppin að vera ekki hjá hinni fjölskyldunni lengur.

Bis später

Saturday, November 13, 2010

Jæjaaa

Komin með nýja fjölskyldu, ekki í Thüringen heldur Hessen, stað sem heitir Bad Weilbach og er 20 mín frá Frankfurt. Það eru svona ca. 2 tímar frá því þar sem ég var.
AFS fann semsagt enda fjölskyldu handa mér í Thüringen og var komið með fjölskyldu handa mér í Sachsen en ég gikkurinn vildi alls ekki fara til hennar (án gríns applicationið hefði alveg eins getað verið það nákvæmlega sama og hjá Tschöpels, þetta var basically alveg eins) og ég var ekki alveg sátt við það, fannst pínu að ef ég þyrfti að fara frá Thüringen væri ég mest til í að fara til einhverrar fjölskyldu sem hafði verið með skiptinema áður. Gikkur Þóra. Allavega, mamman mín á Íslandinu hringdi í skiptinemann sem var hjá okkur fyrir 8 árum og fjölskyldu skiptinemans sem er hjá okkur núna til að vita hvort þau þekktu hugsanlega eitthvað til svæðisins og gætu hugsanlega fundið fjölskyldu handa mér. Þau gerðu það ekki en þá voru báðar þessar fjölskyldur til í að taka mig. Ég valdi fjölskyldu Luise (sem var hjá okkur fyrir 8 árum) af því að þau búa á mun sterkara AFS svæði og mér fannst líka pínu skrýtið að vera hjá fjölskyldu Malin á meðan Malin er hjá minni fjölskyldu, það getur allt gerst þannig mér fannst hitt bara betra.
Þannig núna á fimmtudaginn tók ég 4 lestir frá Bad Salzungen til Eisenach til Frankfurt til annarrar stöðvar í Frankfurt og þaðan til Bad Weilbach.
Mamma Luise tók rosalega vel á móti mér og Luise og sonur hennar voru líka þarna, hann er algjör dúlla, 2 ára og hefur áhuga á öllu haha, minnir mig á Baldur :D
Foreldrar Lucy og bróðir hennar eru voða næs og svoleiðis þannig mér finnst ég eiginlega vera soldið vond og óþakklát, mig langar svo "heim" til Thüringen.
En maður verður að vera Pollýanna með þessa hluti og ég veit að þetta verður betra þegar ég er byrjuð í skólanum og svoleiðis, ég fór og skoðaði hann í gær með Luise og hostmömmu minni, hann er huuuuge en það er kór þarna og einhver kórferð í næstu viku sem fjölskyldan mín er að reyna að koma mér í þannig ég hef alveg ágætlegan séns á því að kynnast fólki.
Í gær eyddi ég deginum aðallega með Luise og fjölskyldunni hennar, borðaði kvöldmat hjá þeim og það er alveg fyndið hvað þau eru hippaleg haha, fer ekki út í nein smáatriði en jájá.
Í dag er ég að fara með Luise og Jaya og Jori í einhvern annan bæ og er að fara að passa Jori á meðan þau fara á einhverja æfingu.
Jæææja hef ekki mikið að segja annað en að ég reyni að vera jákvæð og hlakka alveg semi til að byrja í skólanum.
Kveðja, vanþakkláta Þóran sem saknar Thüringen fullt.

Thursday, November 4, 2010

Drama

Ókei ég er heima hjá Hans og Susi núna og ákvað að koma smá bloggi frá mér bara af því það er fuuuullt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast haha.

Ég er ekki hjá Tschöpel fjölskyldunni lengur, bý núna tímabundið hjá bekkjarsystur minni, Luisu, á meðan AFS og ég leitum að annarri fjölskyldu á svæðinu af því mig langar alllllllls ekki að fara í burtu héðan, elska skólann minn og búin að eignast fullt af vinum :(
Málið er bara að það er brjálæðislega erfitt að finna fjölskyldur í Thüringen, AFS hérna er rosa óvirkt, næstum engir skiptinemar (erum 20 hérna í öllu Thüringen) og mjög fáir sjálfboðaliðar.
En allavega, AFS segir að ég geti alveg vonað en það er samt stór séns á því að ég geti ekki verið áfram í Thüringen. Ég er með fullt af fólki hérna sem vill hafa mig áfram samt og er að hjálpa mér að finna fjölskyldu, skólastjórinn minn bjó til einhverjar frábærar auglýsingar sem eru frekar pínlegar en hey, ef það hjálpar mér að finna fjölskyldu er ég sátt. Án gríns samt, fyrirsögnin er "Suche offene Herzen" = "Leita að opnum hjörtum". Pínlegt.
Það var frekar mikið drama með fjölskylduna mína þegar ég fór, auk þess sem Betrauerinn minn eða trúnaðarmaðurinn minn er háááálfviti og AFS er brjálað útí hana, hún var endalaust að ljúga og mér og ahhhh ég er bitur. En ég fæ nýjan þannig ok. Btw er ekki að skrifa allt sem gerðist með fjölskylduna af því AFS bað mig um að tala ekki illa um hana þótt við höfum ekki skilið mjög amicably, ef einhver hefur brjálaðan áhuga á því að vita hvað gerðist er ég með laaangt og detailed email sem ég get sent. Er annars búin að senda næstum öllum sem ég held að hafi áhuga haha, en ef aðrir skiptinema vilja það just holler.

Íslenskan mín sökkar.

Thursday, October 14, 2010

Ja ja genau, sehr gut, alles klar

Pólland! Thad er kalt í Póllandi. Mjög kalt. Ískalt.

Thetta var semsagt ferd til Oswiecim, sem er borgin thar sem Auschwitz og Birkenau eru, og svo tvo daga í Kraká. Thetta var laerdomsferd, adallega (í Kraká vorum vid í rauninni bara ad skemmta okkur).

Thad hafdi mun meiri áhrif á mig en ég hélt ad sjá thetta allt, langar ekkert rosalega ad vera ad blogga um thad.

Eg aetla hins vegar ad segja frá Kraká! Thad var ekkert smá gaman, fyrir utan thad hvad vid söknudum öll fullkomna hótelsins í Oswiecim (án gríns, besta hótel í heiminum) thegar vid sáum farfurglaheimilid sem vid gistum á thessa einu nótt í Kraká haha. Ííískalt um nóttina, og Thóra vard meira veik.

Kraká er ekkert smááá falleg borg, ég, Lisa (1), Romy (stelpurnar sem ég var mest med), Vanessa, Annika og Lisa (2) skemmtum okkur konunglega haha, ég var algjör túristi og theim fannst thad ekkert smá fyndid.
Sídasta kvöldid fórum vid öll út ad borda og skrifudum póstkort til okkar sem vid fáum eftir 1-5 ár samkvaemt einum kennaranum tharna haha.

Skemmtilegt ad segja frá thví, thá var fyrsta manneskjan í thessari ferd sem bad mig um ad segja Eyjafjallajökull níraedur pólskur madur ad segja okkur frá dvöl hans í Auschwitz. Og eftir thad voru allir endalaust ad reyna ad laera thad (og nokkrum tókst thad alveg frekar vel haha) og ég thurfti ad segja thad haegri og vinstri haha, ég er ekki frá thví ad thetta eldfjall geri okkur Íslendinga bara vinsaelli í augum útlendinga :D Allavega thegar thad er haett ad stoppa öll flug.

En núna er ég komin aftur til Thýskalands, sofnadi kl. 17.30 í gaer og steinsvaf til kl. 8 í morgun haha, soldid threytt eftir ferdina. Í dag byrjar Kirmes í Dermbach, thad er eitthvad svona minikarnival en ég hef líka heyrt ad thetta sé basically 4 daga drykkjuhátíd. Ég bíd bara og sé, thetta byrjar allt í kvold haha.

Bis bald!

Monday, October 4, 2010

Hamingja hamingja!

Stutt blogg:
Eg skipti um bekk i dag. Vááá, hvad ég er ánaegd med nýja bekkinn minn! Allir gedveikt naes og alveg "aejji neiii, ertu ad fara til Póllands?! Ok, vid hittumst samt í fríinu!" (Ég fae nefnilega tveggja vikna frí í naestu viku haha :D) Ég er líka med awesome stundatöflu núna og er bara i 11 fögum.

En jamm fer til Póllands á midvikudaginn, hlakka alveg til. Thad var AFS helgi sidustu helgi og thad var ekkert sma gaman, kom heim alveg freeekar threytt samt, svaf i sirka 8 klst alla helgina haha. Vid vorum i Mühlhausen sem er mjog fallegur baer, fórum í ratleik í baenum thar sem vid thurftum ad spurja fólk spurninga á thýsku, thad var alveg skrautlegt.


Ps. eg er ad setja myndir inná facebook og thad tekur eeendalaust langan tima

Wednesday, September 29, 2010

19 dagar whoop

Ok eg skal blogga tho eg nenni thvi ekki og eg hef ekki mikinn tima!

I Thyskalandi:
-er bordad mikid kjot
-eru derhufur mjog kul
-finnst ollum harid a mer aedi

I Dermbach:
-er engin bokabud en thad eru thrjar mismunandi augnlaeknastofur og tvaer sjukrathjalfunarstofur bara a leidinni sem eg labba heim af straetostodinni (ca. 5 min, an grins)
-er talad um mig! An grins naestum allir vita hver eg er og allir vita allt sem eg geri. creepy.

Naestu helgi fer eg a fyrstu AFS helgina i Mühlhausen, merkilegt. A midvikudaginn i naestu viku er eg ad fara til Pollands med skolanum ad skoda budirnar i Auschwitz og svo til Krakau. Eg hlakka alveg til, hef aldrei komid til Pollands.

Korstjorinn minn herna er fraegur tenor og hann aetlar ad taka mig i einkatima! JEIJ. Hlakka ekkert sma til haha, eg er ludi.

Mjoooog margir bunir ads purja mig hvada fogum eg er eiginlega i haha, thannig eg aetla ad gera mitt besta herna til ad muna eftir theim ollum:

Thyska, franska, enska, staerdfr, liffr, efnafr, edlisfr, sozialkunde (sem er basically politik og thannig), seminarfach (ekki alveg viss en minnir mig sma a lifsleikni), landafr, stjornufr, hagfr og logfr, myndlist, tonlist, truarbragdafr, saga, ithrottir.

Fjolskyldan min heldur ad eg se klikkud af thvi eg borda svo litid (-Hast du Hunger? -Nein -Du hast nie Hunger!) heyri thetta svona einu sinni a dag haha. En thad er alveg sjukt hvad thau borda mikid! Og thad er naestum aldrei graenmeti med matnum herna, eg sakna brokkolis! En mamma min herna er mjog naes og thegar hun heyrdi ad mer finnst graenmeti gott (annad en bornin hennar haha) tha byrjadi hun ad kaupa graenmeti handa mer haha.

Annars hef eg thad enntha bara fint herna og allir mjog naes, hitti loksins einhverja adra skiptinema (eg er ein i tveggja klukkutima radius an grins) sidasta sunnudag thar sem eg for i kaffi hja trunadarmanninum minu´m og thad var gaman, hitti sidan nattla fleiri naestu helgi :D

En jamm batteriid er ad klarasta a thessari tolvu.

Ps. Fekk pakka ad heiman og thysku fjolskyldunni minni finnst islenskt nammi mjog gott.

Saturday, September 18, 2010

lengsta vika lifs mins!

Tha er thessi laaaaanga vika buin, eg er farin ad na thyskunni betur og buin ad profa ad fara i kor og fer i annan i dag (thad eru 5 korar i Dermbach haha). Eg tek straeto i skolann a hverjum degi og thad tekur svona halftima sirka, mer finnst thad alltaf vcoda kosy haha, thessi straeto er bara svona ruta med mjuuukum saetum og eg elska hana haha. Fjolskyldan min er rosa fin og eg er buin ad uppgotva ast a hestum i gegnum litlu systur mina herna, sem veit aaaallt um hesta an grins, og eg elska ad fara i hesthusid med henni. Eg er ekkibuin ad vera dugleg ad taka myndir en eg reyni ad baeta mig i thvi haha. Krakkarnir i skolanum eru vida naes, eg er med svona skolatengil, stelpa sem tekur sama straeto og eg og hun er buin ad hjalpa mer fullt og er mjog naes. Enskan sem krakkarnir tala i skolanum er an grins svona 7. bekkjar level thannig eg tala bara thysku vid thau en thad er samt alveg oft vandraedalegt. A fimmtudaginn var ekki venjulegur skoladagur heldur Wandertag, og tha lobbudum vid upp a fjallid Frankenstein (hihihi) i Bad Salzungen. Eg fekk allar skolabaekurnar minar i gaer´, an grins svona 15 kilo, eg er i 17 fogum takk fyrir! Staerdfraedin (i 10. bekk btw) er blanda af 103, 203 og 303 thannig eg kann ekki neitt nema sma (og flestir sem thekkja mig vita ad staerdfraedi er eeeekki min sterkasta hlid) a medan enskan, eins og eg var buin ad segja adan er thad sama og eg var ad laera i 6. og 7. bekk. Thank you very much.
Annars lidur mer mjog vel her i Dermbach, fjolskyldan mjog fin og serstaklega Lisa, systir min. I dag forum eg, hun og Manuela i Bad Salzungen og eg keypti bakpoka og Harry Potter a thysku haha, byrjud ad lesaa fyrstu bokina og skil surprisingly mikid! Mikid stolt i gangi.

Saturday, September 11, 2010

Komin!

Komin til thyskalands og hef thad gott, langt ferdalag (by tvo og halfan tima i burtu fra Frankfurt) en thessi baer er ekkert sma kruttlegur, allir thekkja alla og segja alltaf hae, thad eru kindur, hestar, kyr, hundar, kettir og kaninur utum allt og mjog fallegt. Eg byrja i skolanum a manudaginn og fjolskyldan min er ekkert sma naes. Veit ekki hvad eg verd mikid i tolvu thannig bloggin verda orugglega ekki morg, en eg reyni haha.
Fjolskyldan min talar ekki ensku nema krakkarnir og thau eru ekkert thad god i henni thannig ad eg reyni eins og eg veit ekki hvad ad bjarga mer a thysku og ordabokin er besta vinkona min. Buzin ad hitta ommuna og afann i badum fjolskyldum og thau eru mjog naes, serstaklega ein amman sem er alveg a thvi ad eg muni na thysku a viku og stoppar ekki ad benda mer a hluti og segja mer hvad their eru, for med mig i gongutur og var ad kenna mer :D
Eg er med aedislegt herbergi, ekkert sma flott og thau keyptu einhverjar thyskubaekur handa mer sem eg tharf ad skoda adeins :)
Eg hlakka til ad fara i skolann og sja hvernig thetta er, blogga naest thegar eg er buin ad thvi :D

Wednesday, July 7, 2010

prófum þetta

Ég er 17 ára FG-ingur á leiðinni sem skiptinemi til Þýskalands í september. Flestir sem þekkja mig vita það að ég hef svona nokkurn veginn verið ákveðin í því að fara í skiptinám síðan í 3. bekk, þegar elsta systir mín fór út. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið í planinu hjá mér að fara út, það varð hins vegar raunverulegt þegar ég byrjaði að sækja um síðasta september.

Ég var reyndar alltaf ákveðin í því að fara til Ítalíu, en svo fékk ég þá flugu í höfuðið að fara til Þýskalands í staðinn og fannst það bara frekar spennandi, þannig ég sótti um það í staðinn. Svo fékk ég bréf heim til mín með þessum frábæru orðum 'Til hamingju, Þýskaland hefur samþykkt þig' og þá byrjaði spennan í alvöru. Þá var bara að bíða eftir host family, sem var smá vesen með - löng og leiðinleg saga - en ég er núna komin með fjölskyldu sem ég er búin að vera í sambandi við, 2 lítil systkini, hundur, kanínur og hálfbróðir, ég hlakka ekkert smá til!

Ég er alveg ready í þetta, búin með allar sprautur (áts!) og námskeið fyrir brottför og þá er það bara að bíða eftir því þegar ég og 4 aðrir fljúgum til DK og svo Frankfurt þann 10. september.

Ég ætla mér hinsvegar til Danmörku í mánuð eftir tvær vikur til að faðma uppáhalds frændann minn og njóta lífsins, blogga kannski eitthvað um það líka.

Ákvað bara að búa til blogg til að hjálpa hugsanlega verðandi skiptinemum ákveða sig hvort þeir vilji fara og/eða leyfa fólki að fylgjast með mér úti, veit reyndar ekki hvað ég verð dugleg að blogga :)

Until next time,