Thursday, November 4, 2010

Drama

Ókei ég er heima hjá Hans og Susi núna og ákvað að koma smá bloggi frá mér bara af því það er fuuuullt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast haha.

Ég er ekki hjá Tschöpel fjölskyldunni lengur, bý núna tímabundið hjá bekkjarsystur minni, Luisu, á meðan AFS og ég leitum að annarri fjölskyldu á svæðinu af því mig langar alllllllls ekki að fara í burtu héðan, elska skólann minn og búin að eignast fullt af vinum :(
Málið er bara að það er brjálæðislega erfitt að finna fjölskyldur í Thüringen, AFS hérna er rosa óvirkt, næstum engir skiptinemar (erum 20 hérna í öllu Thüringen) og mjög fáir sjálfboðaliðar.
En allavega, AFS segir að ég geti alveg vonað en það er samt stór séns á því að ég geti ekki verið áfram í Thüringen. Ég er með fullt af fólki hérna sem vill hafa mig áfram samt og er að hjálpa mér að finna fjölskyldu, skólastjórinn minn bjó til einhverjar frábærar auglýsingar sem eru frekar pínlegar en hey, ef það hjálpar mér að finna fjölskyldu er ég sátt. Án gríns samt, fyrirsögnin er "Suche offene Herzen" = "Leita að opnum hjörtum". Pínlegt.
Það var frekar mikið drama með fjölskylduna mína þegar ég fór, auk þess sem Betrauerinn minn eða trúnaðarmaðurinn minn er háááálfviti og AFS er brjálað útí hana, hún var endalaust að ljúga og mér og ahhhh ég er bitur. En ég fæ nýjan þannig ok. Btw er ekki að skrifa allt sem gerðist með fjölskylduna af því AFS bað mig um að tala ekki illa um hana þótt við höfum ekki skilið mjög amicably, ef einhver hefur brjálaðan áhuga á því að vita hvað gerðist er ég með laaangt og detailed email sem ég get sent. Er annars búin að senda næstum öllum sem ég held að hafi áhuga haha, en ef aðrir skiptinema vilja það just holler.

Íslenskan mín sökkar.

No comments:

Post a Comment