Saturday, November 13, 2010

Jæjaaa

Komin með nýja fjölskyldu, ekki í Thüringen heldur Hessen, stað sem heitir Bad Weilbach og er 20 mín frá Frankfurt. Það eru svona ca. 2 tímar frá því þar sem ég var.
AFS fann semsagt enda fjölskyldu handa mér í Thüringen og var komið með fjölskyldu handa mér í Sachsen en ég gikkurinn vildi alls ekki fara til hennar (án gríns applicationið hefði alveg eins getað verið það nákvæmlega sama og hjá Tschöpels, þetta var basically alveg eins) og ég var ekki alveg sátt við það, fannst pínu að ef ég þyrfti að fara frá Thüringen væri ég mest til í að fara til einhverrar fjölskyldu sem hafði verið með skiptinema áður. Gikkur Þóra. Allavega, mamman mín á Íslandinu hringdi í skiptinemann sem var hjá okkur fyrir 8 árum og fjölskyldu skiptinemans sem er hjá okkur núna til að vita hvort þau þekktu hugsanlega eitthvað til svæðisins og gætu hugsanlega fundið fjölskyldu handa mér. Þau gerðu það ekki en þá voru báðar þessar fjölskyldur til í að taka mig. Ég valdi fjölskyldu Luise (sem var hjá okkur fyrir 8 árum) af því að þau búa á mun sterkara AFS svæði og mér fannst líka pínu skrýtið að vera hjá fjölskyldu Malin á meðan Malin er hjá minni fjölskyldu, það getur allt gerst þannig mér fannst hitt bara betra.
Þannig núna á fimmtudaginn tók ég 4 lestir frá Bad Salzungen til Eisenach til Frankfurt til annarrar stöðvar í Frankfurt og þaðan til Bad Weilbach.
Mamma Luise tók rosalega vel á móti mér og Luise og sonur hennar voru líka þarna, hann er algjör dúlla, 2 ára og hefur áhuga á öllu haha, minnir mig á Baldur :D
Foreldrar Lucy og bróðir hennar eru voða næs og svoleiðis þannig mér finnst ég eiginlega vera soldið vond og óþakklát, mig langar svo "heim" til Thüringen.
En maður verður að vera Pollýanna með þessa hluti og ég veit að þetta verður betra þegar ég er byrjuð í skólanum og svoleiðis, ég fór og skoðaði hann í gær með Luise og hostmömmu minni, hann er huuuuge en það er kór þarna og einhver kórferð í næstu viku sem fjölskyldan mín er að reyna að koma mér í þannig ég hef alveg ágætlegan séns á því að kynnast fólki.
Í gær eyddi ég deginum aðallega með Luise og fjölskyldunni hennar, borðaði kvöldmat hjá þeim og það er alveg fyndið hvað þau eru hippaleg haha, fer ekki út í nein smáatriði en jájá.
Í dag er ég að fara með Luise og Jaya og Jori í einhvern annan bæ og er að fara að passa Jori á meðan þau fara á einhverja æfingu.
Jæææja hef ekki mikið að segja annað en að ég reyni að vera jákvæð og hlakka alveg semi til að byrja í skólanum.
Kveðja, vanþakkláta Þóran sem saknar Thüringen fullt.

2 comments:

  1. Skynsama duglega frænka mín. Það væri verra ef þú saknaðir Thuringen ekki neitt. Þetta fer allt í reynslubankann.
    Á meðan dúllum við Baldur okkur við að gefa fiskunum þínum að borða og vera hissa á að þeir fitni ekkert við allt átið.

    ReplyDelete
  2. A754RETWUUUUUUUOIUYTTREWQ1ZXCVBBNNBBBBBBBBBYERWRWRWTRYTIYYOYPUIPOOOOOÐP''''LLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLKJNY.4REYBFNPXMSUDO,78BTFNDFDNDR'9CHXORD'DBBBCYBR5G45GDG64RC6GRCGLVX2RH6GD7778RQ5RQ59''''''XPXY3XCYXNIT4GYCG8CF8FUGUIOCNTTTRTRDUJTTTTNXN8DDBSSD7DBSNR8.D5BTDBD59DN9SS9W8JWWTSJ9SSJ80J8SJ8Y43S

    Kær kveðja, Baldur

    ReplyDelete