Wednesday, November 24, 2010

nenniggiaðfinnafyrirsögn

Hlutir sem mér líkar ekki vel við við Þýskaland:
  • Það er ekki sagt takk fyrir mig eftir matinn.
  • Það eru alltaf allar hurðir lokaðar hérna, alltaf verið að spara hita en mér finnst þetta svo uninviting eitthvað.
  • Enskukennslan hérna: það vangefnasta sem ég hef gert.
  • Það er kalt!
Örugglega eitthvað meira en ég nenni ekki að hugsa. Er samt alveg rosa hamingjusöm hérna núna, skólinn gengur betur og mér líkar bara alltaf betur og betur við fjölskylduna mína :):):)
Er líka búin að kynnast fólki alveg almennilega í skólanum haha.
Var að komast að því að áramótin eru greinilega bara ekki neitt merkilegt hérna! Án gríns, ekkert sem fjölskyldan gerir saman eða neitt :(
Hostforeldrar mínir eru að fara til Kanaríeyja held ég þannig ég þarf bara að finna mér eitthvað að gera haha, sé til, kannski fer ég að heimsækja fjölskyldu skiptinemans heima hjá mér, eða fer aftur til Thüringen, nú eða verð bara með Luise (hostsystur minni) og fjölskyldunni hennar. Sé tiiiil. Finnst þetta alveg stórfurðulegt samt sko.

Í kvöld er ég að fara á eitthvað AFS Stammtisch, sem er bara svona hittingur, þannig ég er að fara að hitta fólkið í nýju Komitee-inni minni, held að það verði bara fínt :)

En jamm hef ekkert merkilegt að segja svosem, vildi bara koma með smá update. Tschüss!

1 comment:

  1. Mér finnst svo skrítið að segja ekki "Takk fyrir mig" eftir matinn, eins og að það vanti eitthvað!
    Annars gott að lífið leiki við þig núna. :)

    Kveðja frá Ítalíu :)

    ReplyDelete