Wednesday, November 24, 2010

nenniggiaðfinnafyrirsögn

Hlutir sem mér líkar ekki vel við við Þýskaland:
  • Það er ekki sagt takk fyrir mig eftir matinn.
  • Það eru alltaf allar hurðir lokaðar hérna, alltaf verið að spara hita en mér finnst þetta svo uninviting eitthvað.
  • Enskukennslan hérna: það vangefnasta sem ég hef gert.
  • Það er kalt!
Örugglega eitthvað meira en ég nenni ekki að hugsa. Er samt alveg rosa hamingjusöm hérna núna, skólinn gengur betur og mér líkar bara alltaf betur og betur við fjölskylduna mína :):):)
Er líka búin að kynnast fólki alveg almennilega í skólanum haha.
Var að komast að því að áramótin eru greinilega bara ekki neitt merkilegt hérna! Án gríns, ekkert sem fjölskyldan gerir saman eða neitt :(
Hostforeldrar mínir eru að fara til Kanaríeyja held ég þannig ég þarf bara að finna mér eitthvað að gera haha, sé til, kannski fer ég að heimsækja fjölskyldu skiptinemans heima hjá mér, eða fer aftur til Thüringen, nú eða verð bara með Luise (hostsystur minni) og fjölskyldunni hennar. Sé tiiiil. Finnst þetta alveg stórfurðulegt samt sko.

Í kvöld er ég að fara á eitthvað AFS Stammtisch, sem er bara svona hittingur, þannig ég er að fara að hitta fólkið í nýju Komitee-inni minni, held að það verði bara fínt :)

En jamm hef ekkert merkilegt að segja svosem, vildi bara koma með smá update. Tschüss!

Tuesday, November 16, 2010

Dagur íslenskrar tungu!

Ókei ég hljómaði alveg vel bitur í síðasta bloggi og var það kannski akkúrat þá en alveg seinna sama dag áttaði ég mig bara á því hvað ég lenti hjá yndislegri fjölskyldu hérna haha, ég er ekkert smá heppin. Á sunnudaginn fórum við til Frankfurt og fórum á flesta túristastaðina og ég varð ááástfangin, ætla að fara þangað eins oft og ég get! Alveg sama hvað þér finnst þetta hræðileg borg pabbi, ég alveg elska hana :D
Allavega, er byrjuð í nýja skólanum mínum, frábær fyrsti dagur, mætti í tvo tíma og mátti svo fara :D
Svo á morgun er ég að fara í einhverja skólaferð með skólakórnum, finnst alveg frekar fyndið að byrja í skólanum og fara svo strax í burtu.
Mér líkar rosa vel við nýja bæinn sem ég bý (eða þessi 4 þorp sem saman mynda einn bæ), sakna samt litla krúttlega skólans mín í Thüringen, þar voru bara 10., 11. og 12. bekkur saman í sérhúsi og kannski svona 3 bekkir í hverjum árgangi þannig það voru bara svona ca. 300 manneskjur í húsinu. Í nýja skólanum mínum eru næstum 1500! Og allir í sama húsi.
Fyndið samt hvað ég fæ alltaf smá "sjokk" þegar þessi fjölskylda gerir eitthvað "fjölskyldulegt" með mér, faðma mig eða bara svona almennt að svara spurningum. Lætur mig bara átta mig almennilega á því hvað ég er heppin að vera ekki hjá hinni fjölskyldunni lengur.

Bis später

Saturday, November 13, 2010

Jæjaaa

Komin með nýja fjölskyldu, ekki í Thüringen heldur Hessen, stað sem heitir Bad Weilbach og er 20 mín frá Frankfurt. Það eru svona ca. 2 tímar frá því þar sem ég var.
AFS fann semsagt enda fjölskyldu handa mér í Thüringen og var komið með fjölskyldu handa mér í Sachsen en ég gikkurinn vildi alls ekki fara til hennar (án gríns applicationið hefði alveg eins getað verið það nákvæmlega sama og hjá Tschöpels, þetta var basically alveg eins) og ég var ekki alveg sátt við það, fannst pínu að ef ég þyrfti að fara frá Thüringen væri ég mest til í að fara til einhverrar fjölskyldu sem hafði verið með skiptinema áður. Gikkur Þóra. Allavega, mamman mín á Íslandinu hringdi í skiptinemann sem var hjá okkur fyrir 8 árum og fjölskyldu skiptinemans sem er hjá okkur núna til að vita hvort þau þekktu hugsanlega eitthvað til svæðisins og gætu hugsanlega fundið fjölskyldu handa mér. Þau gerðu það ekki en þá voru báðar þessar fjölskyldur til í að taka mig. Ég valdi fjölskyldu Luise (sem var hjá okkur fyrir 8 árum) af því að þau búa á mun sterkara AFS svæði og mér fannst líka pínu skrýtið að vera hjá fjölskyldu Malin á meðan Malin er hjá minni fjölskyldu, það getur allt gerst þannig mér fannst hitt bara betra.
Þannig núna á fimmtudaginn tók ég 4 lestir frá Bad Salzungen til Eisenach til Frankfurt til annarrar stöðvar í Frankfurt og þaðan til Bad Weilbach.
Mamma Luise tók rosalega vel á móti mér og Luise og sonur hennar voru líka þarna, hann er algjör dúlla, 2 ára og hefur áhuga á öllu haha, minnir mig á Baldur :D
Foreldrar Lucy og bróðir hennar eru voða næs og svoleiðis þannig mér finnst ég eiginlega vera soldið vond og óþakklát, mig langar svo "heim" til Thüringen.
En maður verður að vera Pollýanna með þessa hluti og ég veit að þetta verður betra þegar ég er byrjuð í skólanum og svoleiðis, ég fór og skoðaði hann í gær með Luise og hostmömmu minni, hann er huuuuge en það er kór þarna og einhver kórferð í næstu viku sem fjölskyldan mín er að reyna að koma mér í þannig ég hef alveg ágætlegan séns á því að kynnast fólki.
Í gær eyddi ég deginum aðallega með Luise og fjölskyldunni hennar, borðaði kvöldmat hjá þeim og það er alveg fyndið hvað þau eru hippaleg haha, fer ekki út í nein smáatriði en jájá.
Í dag er ég að fara með Luise og Jaya og Jori í einhvern annan bæ og er að fara að passa Jori á meðan þau fara á einhverja æfingu.
Jæææja hef ekki mikið að segja annað en að ég reyni að vera jákvæð og hlakka alveg semi til að byrja í skólanum.
Kveðja, vanþakkláta Þóran sem saknar Thüringen fullt.

Thursday, November 4, 2010

Drama

Ókei ég er heima hjá Hans og Susi núna og ákvað að koma smá bloggi frá mér bara af því það er fuuuullt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast haha.

Ég er ekki hjá Tschöpel fjölskyldunni lengur, bý núna tímabundið hjá bekkjarsystur minni, Luisu, á meðan AFS og ég leitum að annarri fjölskyldu á svæðinu af því mig langar alllllllls ekki að fara í burtu héðan, elska skólann minn og búin að eignast fullt af vinum :(
Málið er bara að það er brjálæðislega erfitt að finna fjölskyldur í Thüringen, AFS hérna er rosa óvirkt, næstum engir skiptinemar (erum 20 hérna í öllu Thüringen) og mjög fáir sjálfboðaliðar.
En allavega, AFS segir að ég geti alveg vonað en það er samt stór séns á því að ég geti ekki verið áfram í Thüringen. Ég er með fullt af fólki hérna sem vill hafa mig áfram samt og er að hjálpa mér að finna fjölskyldu, skólastjórinn minn bjó til einhverjar frábærar auglýsingar sem eru frekar pínlegar en hey, ef það hjálpar mér að finna fjölskyldu er ég sátt. Án gríns samt, fyrirsögnin er "Suche offene Herzen" = "Leita að opnum hjörtum". Pínlegt.
Það var frekar mikið drama með fjölskylduna mína þegar ég fór, auk þess sem Betrauerinn minn eða trúnaðarmaðurinn minn er háááálfviti og AFS er brjálað útí hana, hún var endalaust að ljúga og mér og ahhhh ég er bitur. En ég fæ nýjan þannig ok. Btw er ekki að skrifa allt sem gerðist með fjölskylduna af því AFS bað mig um að tala ekki illa um hana þótt við höfum ekki skilið mjög amicably, ef einhver hefur brjálaðan áhuga á því að vita hvað gerðist er ég með laaangt og detailed email sem ég get sent. Er annars búin að senda næstum öllum sem ég held að hafi áhuga haha, en ef aðrir skiptinema vilja það just holler.

Íslenskan mín sökkar.