Tuesday, November 16, 2010

Dagur íslenskrar tungu!

Ókei ég hljómaði alveg vel bitur í síðasta bloggi og var það kannski akkúrat þá en alveg seinna sama dag áttaði ég mig bara á því hvað ég lenti hjá yndislegri fjölskyldu hérna haha, ég er ekkert smá heppin. Á sunnudaginn fórum við til Frankfurt og fórum á flesta túristastaðina og ég varð ááástfangin, ætla að fara þangað eins oft og ég get! Alveg sama hvað þér finnst þetta hræðileg borg pabbi, ég alveg elska hana :D
Allavega, er byrjuð í nýja skólanum mínum, frábær fyrsti dagur, mætti í tvo tíma og mátti svo fara :D
Svo á morgun er ég að fara í einhverja skólaferð með skólakórnum, finnst alveg frekar fyndið að byrja í skólanum og fara svo strax í burtu.
Mér líkar rosa vel við nýja bæinn sem ég bý (eða þessi 4 þorp sem saman mynda einn bæ), sakna samt litla krúttlega skólans mín í Thüringen, þar voru bara 10., 11. og 12. bekkur saman í sérhúsi og kannski svona 3 bekkir í hverjum árgangi þannig það voru bara svona ca. 300 manneskjur í húsinu. Í nýja skólanum mínum eru næstum 1500! Og allir í sama húsi.
Fyndið samt hvað ég fæ alltaf smá "sjokk" þegar þessi fjölskylda gerir eitthvað "fjölskyldulegt" með mér, faðma mig eða bara svona almennt að svara spurningum. Lætur mig bara átta mig almennilega á því hvað ég er heppin að vera ekki hjá hinni fjölskyldunni lengur.

Bis später

No comments:

Post a Comment