Sunday, February 20, 2011

blogg

Jæja. Ekki búin að blogga neitt í meira en mánuð - úbbs. Rosa létt að gleyma svoleiðis þegar maður er að skemmta sér haha :D
Mikið búið að gerast síðan 9. janúar, nenni alls ekki að skrifa það allt. Ég var í þýskuskóla frá 10. jan til 4. feb í Frankfurt og það var æði, fannst ekkert gaman að fá loksins að nota heilann í að læra eitthvað, svo var líka ekki slæmt að fá að fara fyrr úr skólanum á hverjum degi til að fara til Frankfurt :)
14. – 16. janúar var AFS helgi í Neustadt am Weinstraße, ótrúlega falleg borg og rosalega skemmtileg helgi. Við vorum tvær AFS nefndir saman og brjálað plan alla helgina. Ég var aftur þessi nýja haha, þau voru öll saman í fyrsta campinu líka en ég kynntist öllum mjög vel skemmti mér rosa vel.


Allur hópurinn – 1 sem hvarf akkúrat þegar við tókum myndina

Annars var janúar eiginlega bara ein alls herjar Frankfurt ferð þar sem ég fór alltaf til Frankfurt um helgarnar, oftast að hitta stelpu frá Kanada, Alison, sem ég kynntist í þýskuskólanum . Hitti hana meira en hostfjölskylduna mina þennan mánuð, var var farin út úr húsinu á morgnanna fyrir 7 um morguninn í venjulega skólann og kom oftast fyrst heim um 19 eða 20 leytið úr þýskuskólanum. Þá þurfti ég að gera heimavinnuna mína og svo bara svefn haha, ekkert grín að fara í gegnum þetta og að vera að deyja úr þreytu, prófaði það nokkrum sinnum og það var ekki uppáhalds. Einhvern tíma þarna í janúar fór ég líka í svaka verslunarleiðangur og meira skemmtilegt.

Í byrjun febrúar fór ég til Landau í afmæli hjá Carlottu (Ítalía) sem ég kynntist á AFS helginni. Þar hitti ég stelpu sem var á skiptinemi á Íslandi á síðasta ári og hún talaði frááábæra íslensku, líka ekkert smá gaman að tala um hluti sem við söknuðum við Ísland haha.

Á föstudaginn fór ég til Frankfurt til að sækja um eitthvað söngdót og fór síðan heim til Alison með Sönu (stelpa frá Úkraínu sem er í háskólanum með Alison) og við pöntuðum pizzu og horfðum á Inglorious Basterds (í skipti númer svona 300 í mínu tilviki haha) og það var mjög skemmtilegt að skilja alla þýskuna!

Svo á laugardaginn fór ég til Wiesbaden til þess að búa til paper mache Römerhelme fyrir 5. mars þar sem við erum að fara að taka þátt í Karnival í Mainz, ég mun vera með íslenska fánann sem skikkju og algjörlega frábæran skjöld og hatt sem ég bjó til.


Já, ótrúlegt en satt tókst mér að gera hjálminn skakkan, eða þarna “burstann” ofan á haha, gut gemacht Þóra.


Frábæri skjöldurinn minn

Þetta verður skrautlegt 5. mars, hlakka til að sjá hvernig þetta verður. Bis später!