Sunday, January 9, 2011

Hali-Hallo-Hallöchen

Jól!

Jólin voru rosa skrýtin hérna, fattaði í rauninni hvað við erum með margar frábærar hefðir á elsku Íslandinu mínu. Fékk smá heimþrá við það að tala við mömmu á aðfangadagskvöld en þetta var rosa næs kvöld (við borðuðum fisk!) og svo fórum við í kirkju EFTIR að hafa opnað pakkana. 25. og 26. des komu Luise og co í hádegismat og voru hérna fram á kvöld, það var rosa gaman.

28. des komu Hulda og Rakel í heimsókn til mín, vorum fyrst eitthvað heima hjá mér en tókum síðan lestina til Wiesbaden og leituðum í án gríns svona klst að veitingastað haha, enduðum svo á rosa fínum ítölskum stað rétt hjá einni stærstu verslunargötunni. Það var rosa gaman, fengum fyrst borð úti af því það ar svo fullt en enduðum á því að sitja þar allan tímann af því það var svo kósý, hitalampar og svoleiðis haha.

Rakel, ég og Hulda úti að borða

Áramótin voru, eins og jólin, skemmtileg en samt skrýtin. Ég var heima með Luise + family, Ute, Paul og Önnu, vinum þeirra. Við gerðum Bleigießen, þá bræðir maður blý yfir eldi og hellir svo ofan í skál með vatni. Það segir manni eitthvað um það hvernig árið verður. Ég fékk drekaunga :D

Ég og Ute að gera "hjarta" á áramótunum

En já svona einhvers staðar þarna, 4. jan minnir mig fór ég til Frankfurt til að taka próf í þýskuskólanum sem ég er að fara að byrja í á morgun. Svo þurfti ég að bíða eftir lestinni og ákvað að fara í smá labbitúr, skoða aðeins. Bad idea. Ég lenti í því óheppilega atviki að vera rænd. Bless 160 evrur! Ótrúlega scary og langar ekki að lenda í svona aftur = ég ætla ekki aftur að fara ein í göngutúra um Frankfurt.

5. jan fór ég með Nataliu (Kólumbíu) og Monicu (Indónesíu) til Triers og Lúxemborgar. Við fórum keyrandi með konu sem vinnur voða mikið fyrir AFS og eiginmanninum hennar, það var rosa gaman. Trier er rosa falleg og sögufræg borg, það eru byggingar þaðan síðan á rómverska tímabilinu, eins og sést hérna á myndinni fyrir ofan. Eftir þetta gisti ég hjá Monicu.


Ég, Natalia og Monica í Trier

Natalia, Monica og ég í Lúxemborg

6. jan fórum við 5 skiptinemar saman til Heidelberg sem er rosa falleg borg, tók 2 tíma með lest og skemmtum okkur konunglega haha! Í Heidelberg er risa kastali með geðveiku útsýni yfir borgina. Þetta var rosa skemmtilegur dagur (þótt það hafi rignt frekar mikið í endann) en samt alveg æði.


Sam (USA), ég, Natalia, Juanma (Paragvæ) og Monica í Heidelberg

Bis später!